Nú er í gildi gul viðvörun vegna veðurs fyrir Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra, þar sem íbúar svæðisins mega búast við hvassviðri, stormi, snjókomu og skafrenningi.
Þá er varað við versnandi akstursskilyrði en blint getur orðið einkum á fjallvegum.
Hjá Vegagerðinni kemur fram að á Vestfjörðum sé snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og ófært á Kletthálsi, Þröskuldum og Dynjandisheiði
Veðurstofan gerir ráð fyrir að á Vestfjörðum verði norðaustan 15-23 m/s og éljagangur en norðan 18-25 og talsverð snjókoma með kvöldinu, hvassast nyrst. Norðan 13-20 og él annað kvöld. Hiti kringum frostmark.