Lokunar- og tekjufallsstyrkir: innan við 1% til Vestfjarða

Í greiningu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir Bæjarins besta á tekjufalls- og viðspyrnustyrkjum kemur fram að 1% af tekjufallsstyrkjunum er greitt fyrirtæki á Vestfjörðum og aðeins 0,8% af viðspyrnustyrkjunum.

Alls hefur greið greitt um 9,5 milljarður króna til svonefndra tekjufallsstyrkja. Nítján fyrirtæki á Vestfjörðum hafa fengið styrk að fjárhæð 108,7 m.kr. Alls hafa 1.895 fyrirtæki á landinu fengið styrki. Langflest þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu 1.163 og hafa þau fengið 5.813 m.kr. Til 270 fyrirtækja á Suðurlandi hafa runnið 1,5 milljarður króna.

Í viðspyrnustyrki hafa farið tæplega 500 milljónir króna til 243 lögaðila. Eitt fyrirtæki á Vestfjörðum hefur fengið slíkan styrk og var hann að fjárhæð 4 m.kr. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 146 fyrirtæki fengið 310 m.kr. Suðurland er næst hæst, en þar hafa 41 fyrirtæki fengið tæplega 80 m.kr. í viðspyrnustyrki.

Ráðuneytið setur fyrirvara við tölurnar þar sem fyrirtæki eru ekki skráð með hliðsjón af starfssvæði heldur byggir flokkunin á heimilisfesti viðkomandi lögaðila. Þannig getur t.d. fyrirtæki með starfsemi víða um land komið eingöngu fram á einum stað í þessu niðurbroti og þá líklegt að það sé einungis skráð á höfuðborgarsvæðinu.