Vesturbyggð: íbúafundur um aðalskipulag

Bæjarstjórn Vesturbyggðar boðar til íbúafundar um endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 9. febrúar og hefst kl. 19:30.

Dagskrá fundarins:

  • Ávarp formanns vinnuhóps um endurskoðun aðalskipulagsins – Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarfulltrúi
  • Kynning á skipulagstillögunni, helstu breytingum og athugasemdum úr forkynningu – Óskar Örn Gunnarsson, skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar
  • Stutt kaffihlé
  • Fyrirspurnir og umræður – Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri stýrir umræðum

Síðustu mánuði hefur verið unnið að heildarendurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar en megin ástæður endurskoðunarinna eru að skipulagstímabili núverandi aðalsipulags er lokið, ný ákvæði skipulaglaga og reglugerða hafa tekið gildi sem og landsskipulagsstefna hefur verið staðfest. Einnig hefur orðið mikil uppbygging í sveitarfélaginu sem og breytngar í samgöngukerfi sveitarfélagsins sem kallar á nýja stefnumótun í skipulagi Vesturbyggðar. Forkynning á skipulagstillögunni fór fram í lok árs 2020 og bárust margar gagnlega ábendingar og athugasemdir sem nú hefur verið unnið úr.

Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og samkomutakmarkana, þar sem aðeins 20 manns mega koma saman, fer fundurinn fram með eftirfarandi hætti:

  1. Fundurinn er rafrænn og fer fram í gegnum fjarfundakerfið Zoom, þeir sem vilja taka þátt í fundinum þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á vesturbyggd@vesturbyggd.is og fá sendann tengill til að tengjast inn á fundinn.
  2. Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu í gegnum Facebook síðu Vesturbyggðar. Fundurinn verður einnig tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg á netinu eftir fundinn.
  3. Þeir sem ekki treysta sér til að tengjast fundinum með rafrænum hætti gefst kostur á að skrá sig hjá sveitarfélaginu á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is eða í síma 450-2300. Tiltaka þarf hvar viðkomandi vill mæta til að hlýða á fundinn, en í boði er að mæta á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu:
    • Félagsheimili Patreksfjarðar (Llitli fundarsalurinn), Aðalstræti 107, Patreksfirði
    • Muggsstofa (Anddyri skrímslaseturs), Strandgötu 7, Bíldudal
    • Félagsheimilið Birkimel, Krossholti, Barðaströnd

Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt fyrir þá sem vilja taka þátt á fundinum að skrá sig hjá sveitarfélaginu og eigi síðar en sunnudaginn 7. febrúar nk. og mikilvægt að þeir sem mæti gæti vel að sóttvörnum.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur alla íbúa, hagsmunaaðila og alla þá sem hafa spurningar eða eru með ábendingar varðandi skipulagstillöguna að mæta til fundarins og samtalsins við bæjarfulltrúa.

DEILA