Karfan: Vestri vann Skallagrím

Lið Vestra í karlaflokki vann Skallagrím í Borgarnesi í gær þegar liðin áttust við í 1. deildinni. Vestri gerði 84 stig en Skallagrímur 81. Í hálfleik leiddi Vestri með 5 stigum en leikurinnvar jafn og spennandi allan tímann.

Ken-Jah Bosley var atkvæðamestur Vestramanna með 21 stig, auk þess að taka 9 fráköst og eiga 7 stoðsendingar.

Vestri: Ken-Jah Bosley 21/9 fráköst/7 stoðsendingar, Arnar Smári Bjarnason 21, Nemanja Knezevic 14/14 fráköst, Marko Dmitrovic 11/12 fráköst, Gabriel Aderstag 10/8 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 5, Arnaldur Grímsson 2.

 

Vestri hefur nú 3 sigra eftir 6 leiki og er sem stendur í 1. – 5. sæti deildarinnar.

Kvennalið Vestra lék um helgina við Njarðvík fyrir sunnan og  Njarðvíkurstúlkur unnu öruggan sigur 88-48.

Vestri: Olivia Janelle Crawford 15/6 fráköst, Sara Emily Newman 10, Snæfríður Lilly Árnadóttir 9/4 fráköst, Gréta Hjaltadóttir 5, Linda Marín Kristjánsdóttir 5/5 fráköst, Hera Magnea Kristjánsdóttir 2/6 fráköst, Ivana Yordanova 2, Arna Hrönn Ámundadóttir 0/7 fráköst.