Bolungavíkurhöfn: 1.433 tonna afli í janúar

Alls var landað 1.433 tonnum af botnfiski í Bolungavíkurhöfn í janúarmánuði.

Togarinn Sirrý ÍS var aflahæst með 531 tonn í 6 sjóferðum. Dragnótabátarnir þrír voru Ásdís ÍS með 39 tonn, Finnbjörn ÍS með 10 tonn og Þorlákur ÍS með 14 tonn. Þá landaði togarinn Harðbakur EA 80 tonnum.

Línuútgerð er öflug frá Bolungavík og sjö línubátar lönduð rúmlega 700 tonnum í mánuðinum. Fríða Dagmar ÍS aflaði 190 tonn í 18 róðrum. Jónína Brynja ÍS var með 177 tonn í 20 róðrum, Einar Hálfdáns ÍS 86 tonn, Otur II ÍS 97 tonn, Siggi Bjartar ÍS 10 tonn, Guðmundur Eonars ÍS 48 tonn og Indriði Kristins BA var með 108 tonn í sjö veiðiferðum. Þá gerði Straumey EA út frá Bolungavík og landaði 36 tonnum.