Vegagerðin hefur birt á vef sínum auglýsingu um útboð á verkinu Vestfjarðavegur (60) um Gufudalssveit, Kinnastaðir – Þórisstaðir. Óskað er eftir tilboðum í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð. Innifalið í verkinu er bygging 260 m langrar steyptar brúar á Þorskafjörð.
Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 16. febrúar 2021. Verkinu skal að fullu lokið 30. júní 2024.
Helstu magntölur eru:
Fylling / ferging og vegagerð
- – Bergskeringar 171.500 m3
- – Fylling / ferging 350.000 m3
- – Grjótvörn 36.700 m3
- – Styrktarlag 13.300 m3
- – Burðarlag 5.300 m3
- – Klæðing 23.800 m2
- – Vegrið 2.750 m
Brúarsmíði
- – Grjótvörn 1.300 m3
- – Brúarvegrið 542 m
- – Gröftur 1.300 m3
- – Fylling 1.300 m3
- – Niðurrekstrarstaurar 280 stk.
- – Mótafletir 5.400 m2
- – Slakbent járnalögn 214.300 kg
- – Steypa 3.900 m3