Þegar Trölli stal jólunum

Jólagjöf Kómedíuleikhússins til framtíðarinnar, æsku þjóðarinnar, er upplestur á hinni frábæru jólasögu Þegar trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Það er Kómedíuleikarinn Elfar Logi Hannesson sem flytur söguna.

Gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið er einmitt þessi misserin að undirbúa nýja brúðuleiksýningu, Bakkabræður, sem er byggð á ævintýraheim þeirra bræðra Gísla, Eiríks og Helga sem kallaðir voru Bakkabræður.

Leikritið um Bakkabræður verður frumsýnt í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal Dýrafirði á komandi ári sem verður örugglega miklu skemmtilegra en þetta ár.

 

https://www.facebook.com/68281804072/videos/2138132112984348