Ísafjarðarbær: bæjarráð vill athuga sameiningu sviða

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar óskar eftir því við velferðarnefnd og fræðslunefnd að nefndirnar taki afstöðu til þess  hvort sameina eigi velferðarsvið og skóla- og tómstundasvið, bæði út frá staðsetingu skrifstofa og verkefnum.

Í stjórnsýsluúttekt HLH ráðgjafar ehf. eru tillögur um að skólastarf og skólastefna
Ísafjarðarbæjar verði tekin til endurskoðunar og skoðað hvort tilefni er til endurskipulagningar á sviðum sveitarfélagsins, þ.e. á velferðarsviði og skóla- og tómstundasviði, þannig að úr yrði eitt svið – fjölskyldusvið.

Bryndís Ósk Jónsdóttir, bæjarritari,  lagði til við bæjarráð að það heimilaði  bæjarstjóra að hefja ráðningarferli nýs sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, með það í huga að nýr sviðsstjóri taki við á fyrstu mánuðum ársins 2021 með þeim rökstuðningi að sú endurskoðun, sem lögð er til í skýrslu HLH ráðgjafar ehf.,  er ekki hafin og er ráðgert að muni taka nokkurn tíma. Því liggi engar ákvarðanir liggja fyrir um mögulega sameiningu sviða, kosti þess og galla. Fram kemur í minnisblaði bæjarritara að núverandi núverandi sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er ráðinn til 1. ágúst 2021 og vilji hætta fyrr ef kostur er.

Afgreiðsla bæjarráðs er hins vegar á þann veg að afgreiða hugmyndir um sameiningu sviðanna áður en farið er í ráðningu nýs sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.