Gallerí Úthverfa: jólasöluborð 2020

Dagana fyrir jól er Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space Aðalstræti 22 á Ísafirði með sölusýningu á verkum vestfirskra hönnuða, myndlistar- og handverksfólks auk nokkurra gesta.

Verði er still í hóf (flest kostar á bilinu 2.000-10.000) og við sendum hvert á land sem er. Nýjar vörur bætast við daglega.

Einnig viljum við vekja athygli á Listaverkabókabúð Úthverfu þar sem ýmsar góðar bækur eru fáanlegar.

 

Það er vistvænn kostur að versla jólagjafirnar heima auk þess sem við eflum samfélagið og styrkjum hvert annað.

 

Sýningin er opin daglega til jóla kl. 16-18. Á sjálfri Þorláksmessu verður opið lengur frameftir enda stemmningin á þorláksmessu í miðbæ Ísafjarðar er engu lík .. angandi af kæstri skötu …

 

ATH. Því miður er enginn posi á staðnum en peningamaskínan er ekki langt undan!