Reykhólar: 85 m.kr. framkvæmdir á næst ári

Sveitarstjórn Reykhólahrepps afgreiddi fjárhagsáætlun næsta árs á fundi sínum í fyrradag.

Sveitarstjórnin samþykkti að farið verði í umfangsmiklar framkvæmdir á Grettislaug og vísar til skýrslu frá Varboða þar sem fram kemur að laugin þarfnist verulegra endurbóta.

Sá kostnaður sem fer í að reka sundlaugina gæti lækkað umtalsvert. Þá verði farið í langþráðar framkvæmdir á leikskólalóð og nauðsynlegar hafnarframkvæmdir sem eru þegar komnar á samgönguáætlun.

Í bókun með samþykktinni segir „Stjórnvöld hafa skorað á sveitarfélög að vera þátttakendur í innspýtingu til að verja störf Reykhólahreppur lætur ekki sitt eftir liggja í þessu átaki. Til þess að fjármagna þessar framkvæmdir verði tekið nýtt lán frá Lánasjóði
sveitarfélaga, allt að 85 milljónum.“

Fjárhagsáætlunin og framkvæmdirnar voru samþykktar samhljóða.