Umgengi á Suðurtanga var til umræðu á fundi bæjarráðs á þriðjudaginn að osk Marzellíusar Sveinbjörnssonar. Í greinargerð hans sem lögð var fyrir bæjarráðið segir að að mikil uppsöfnun á allskonar járnadrasli hafi átt sér stað á svæðinu fyrir neðan Eimskip.
Fram kemur í greinargerðinni að uppsöfnun hafi aukist neðar á tanganum og að eru þar komnir miklir haugar af allskonar endurvinnsluefnum sem engin leyfi eru fyrir.
„Þarna eru meðal annars spilliefni í formi rafgeyma. Þetta gengur ekki lengur og því lagt til að svæðið verði girt af til þess að stöðva þessa uppsöfnun og vinna þetta svo niður. Það væri líka hægt að semja við verktaka um að fjarlægja þetta fyrir bæinn.“
Bæjarins besta fór á vettvang og tók nokkrar myndir.