HG: framkvæmdastjórinn nýtur trausts stjórnar

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvör hf nýtur trausts stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru  framundan segir Kristján G. Jóhannsson, stjórnarformaður fyrirtækisins í svari við fyrispurn Bæjarins besta.

 

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum tilkynnti i morgun að hann hefði ákveðið að taka til rannsóknar atvik er varðar Covid-19 smit áhafnameðlima um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS-270.

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum miðar að því að afla upplýsinga og gagna um þá atburðarás sem varðar þessi smit og veikindi áhafnameðlima segir í tilkynningunni. Þá kemur fram að „að svo stöddu hefur enginn réttastöðu sakbornings.“
Ótímabært er að gefa út frekari upplýsingar að sinni segir lögreglan.