Súðavík: ekkert til fyrirstöðu fiskeldi í Jökulfjörðum

Á 11. fundi skipulags-, bygginga-, umhverfis- og samgöngunefndar Súðavíkurhrepps þann 12. júní 2020 var tekið fyrir bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 9. júní 2020 með ósk um umsögn um fiskeldi í Jökulfjörðum. Óskað var umsagnar um hvort rétt væri að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferði í sjókvíum í Jökulfjörðum.

Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri segir að Skipulags-, bygginga-, umhverfis- og samgöngunefndin hafi  bent á að „það er ekkert sem mælir á móti því að laxeldi geti átt sér stað í Jökulfjörðum frekar en í Ísafjarðardjúpi.“