Gleiðarhjalli : Göngustígar kosta 30 m.kr.

Bæjarráð ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tilboð frá Búaðstoð í útboðsverkið Áningarstaðir A-B-C-D-E og F og göngustígar neðan Gleiðarhjalla, að fjárhæð kr. 30.041.020.

Framkvæmdin greiðist af Ofanflóðasjóði, en hlutur Ísafjarðarbæjar er 10%.

Tilboð frá Búaðstoð, sem reyndar er kallað verðkönnun í bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins var upphaflega 36 m.kr. og kostnaðaráætlun var 23,7 m.kr.

Framkvæmdasýslan taldi verðmuninn óásættanlegan og fóru hönnuðir og bjóandi aftur yfir kostnaðartölurnar. Að því loknu töldu hönnuðir að kostnaður hefði verið vanmetinn og hækkuðu hann í 26,7 m.kr. Búaðstoð taldi sömulei’is að fyrirtækið gæti unnið verið fyrir 30 m.kr. í stað 36 mkr. og var gengið að því.