Sæferðir: möguleiki að fá Herjólf í stað Baldurs

Breiðafjarðarferjan Baldur.

„Já þetta var rætt en okkar tillaga var að sjá tímaramma viðgerðar áður en farið væri í að kanna með annað skip. Þegar ljóst var að um væri að ræða daga ekki vikur fór það mál ekki lengra en þessi möguleiki er sannarlega fyrir hendi og huti af samningi okkar við Vegagerðinar um vetrarsiglingar á Breiðafirði“

segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða aðspurður um það hvort ekki hafi komið til álita að fá gamla Herjólf til þess sigla yfir Breiðafjörð meðan Baldur er bilaður.

 

„Það að fá skip eins og Herjólf er ekki alveg einfalt mál en örugglega leysanlegt þ.e. mönnun (sérstaklega skipstjóri og yfirvélstjóri) vs reynsla að sigla á Breiðafirði, með sker, eyjar og sterka strauma, þarf að fara saman.

Það tekur líklega ca 18-20 klst að sigla Vestmannaeyjar-Stykkishólmur og svo þarf að  máta ferjuna við bilarampanna í Hólminum og á Brjánslæk. Í þau skipti sem Baldur var í afleysingum í milli lands og Vestmannaeyja var það töluvertmál þ.e. hæð á bíladekki og sjávarföll er ekki eins né breidd skipa sem hafði áhrif á viðlegu við bryggjukant.

Aftur sagt, allt væri þetta leysanlegt og klárlega skoðað ef til lengri frátafar kæmi.“

Gunnlaugur bætir við að

 

„Við erum svo vel í sveit sett að hafa Særúnu til farþegaflutninga en það er því miður ekki það saman að segja um bíla og þarf erum við í vandræðum nú.

Varðandi viðgerðina þá eigum við von á að fá staðfestingu um stöðu þeirra varahluta sem enn vantar, síðar í dag og þá ætti (vonandi) að vera hægt að setja fram spá um upphaf siglinga Baldurs aftur.“

DEILA