Lilja Rafney: gegn sérstakri gjaldtöku í jarðgöng

„Ég hef talað gegn því það ætti þá alveg eins við gjaldtöku af öllum vegaframkvæmdum í landinu en ekki bara jarðgöngum. Gjaldtökuhugmyndir á alveg eftir að skoða í samhengi við aðra gjaldtöku af bílum og eldsneyti ég er á móti að taka jarðgöng út fyrir sviga í endurskoðun almennt á gjaldtöku af umferð“  segir lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. aðspurð um afstöðu hennar til áforma eða hugmynda um að taka upp gjaldtöku í jarðgöngum landsins sem varið verður til að greiða stofnkostnað af nýjum jarðgöngum.

Í nýsamþykktri samgöguáætlun til fimmtán ára eru aðeins ein jarðgöng á áætlun, Fjarðarheiðagöng. Kostnaður við þau er um 35 milljarðar króna og var samþykkt að ríkið legði fram helminginn en áformað er að fjármagna hinn helminginn með gjaldtöku  á umferðina. Samgönguráðherra hefur m.a. viðrað þá hugmynd að tekin verði upp veggjöld í öll jarðgöng landsins til þess að standa undir kostnaði við jarðgöngin.

DEILA