Vestri: uppskeruhátíð yngri flokka í körfunni

Vetrinum verður lokið og sumri fagnað með Körfuboltahátíð í íþróttahúsinu á Torfnesi á morgun milli 16-18. Þetta er einskonar uppskeruhátíð yngri flokka körfunnar þótt í ár sé uppskeran í rýrari kantinum þar sem ekki tókst að ljúka öllum leikjum og mótum vetrarins. „Við gerum okkur engu að síður glaðan dag með pylsum ís og hoppuköstulum. Allir iðkendur, foreldrar og velunnarar körfunnar velkomnir.“ segir Birna Lárusdóttir.