Útboð: gatnagerð á Suðureyri

Suðureyri í apríl 2020. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Opnuð hafa verið tilboð í gatnagerð á Suðureyri. Um er að ræða gatnagerð í Túngötu meðfram tjörninni, bílastæði við grunnskólann og kirkjuna. leggja skal regnvatnslagnir, setja efra og neðra burðarlag í götu og bílastæði og gera tilbúið undir malbik.

Eitt tilboð barst. Það var frá Gröfuþjónustu Bjarna ehf og var það 28.080.850 kr. Kostnaðaráætlun var 28.160.300 kr. Tilboðið er 99% af kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkti að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. á grundvelli tilboðs þeirra, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

DEILA