Í haust var vígður nýr vegur um Þingvelli. Liggur vegurinn um viðkvæmt svæði og gamlan birkiskóg.
Þingvellir hafa verið á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2.júlí 2004. Svæðið nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Er vistkerfi á svæðinu afar viðkvæmt.
Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu 2018 að endurbætur á Þingvallavegi væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Var ekki krafist umhverfismats fyrir framkvæmdina. Framkvæmdir tóku aðeins tvö ár.
