Látrar í Aðalvík: viðbygging við Sjávarhúsið ekki rifin

Látrar-flugvöllur í Aðalvík. Mynd: Mats Wibe Lund.

Skipulags- og mannvirkjanefnd  Ísafjarðarbæjar telur ekki tilefni til að gera kröfu um að viðbygging við Sjávarhúsið, Látrum verði fjarlægð. þetta var niðurstaða nefndarinnar á fundi hennar á miðvikudaginn.

Með þessu er loksins komin niðurstaða Ísafjarðarbæjar í mál sem hefur árum saman verið til meðferðar.

Það hófst  í september 2014 með því að forsvarsmenn Miðvíkur ehf. gerðu kröfu til Ísafjarðarbæjar um að  Sjávarhúsið, Látrum yrði fjarlægt þar sem það hefði verið reist án tilskilinna leyfa. Með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa til kæranda, dags. 3. febrúar 2015, var tilkynnt að framkominni kröfu hans væri hafnað með þeim rökum að langt væri liðið frá byggingu hússins.

Jafnframt tilkynnti Ísafjarðarbær meintum byggingaraðila hússins að svo virtist að að breytingar og/eða endurbætur hefðu verið gerðar á umræddri fasteign á undanförnum árum, að því er virtist án tilskilinna leyfa, og var óskað nánari skýringa á því. kom fram í skýringum síðar að eigendur hússins höfðu ekki komið að viðbyggingunni og voru ekki eigendur að henni. Ísafjarðarbæ svaraði því með því að benda á að eigendur hússins bæru ábyrgð á viðbyggingunni og væru ekki lausir allra mála og til greina kæmi að að óleyfisframkvæmdirnar verði fjarlægðar.

Kærendur sát við sin keip og vildu að Ísafjarðarbær fjarlægði Sjávarhúsið  sem og fleiri hús í sjávarkambinum. Ári síðar skjóta kærendur málinu til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Þar liggur málið fram til september 2018 er nefndin úrskurðar og vísar frá kærunni um Sjávarúsið þar sem kært var of seint.

En varðandi viðbygginguna við Sjávarhúsið felldi nefndin þann úrskurð að Ísafjarðarbær yrði að taka málið fyrir og að taka afstöðu til þeirrar kröfu að fjarlgja viðbygginguna.

Er þá komið til þess sem Skipulags- og mannvirkjanefnd in var að afgreiða í vikunni. Í ljósi þess að aðrir landeigendur að Látrum gerðu ekki athugasemd við viðbygginguna við Sjávarhúsið „og vegna þess hve langt er um liðið að umræddri viðbyggingu var skeytt við húsið, telur nefndin ekki tilefni til að gera kröfu á það að viðbygging verði fjarlægð.“

En ekki er víst að málinu sé þar með lokið hvað varðar viðbygginguna. Ákvörðun Skipulags- og mannvikrjanefndar er nefnilega kærarleg til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. En Ísafjarðarbæ hefur lokið sínum þætti.

DEILA