Ísafjörður: Vestradagur á morgun

Knattspyrnudeild Vestra ætlar að halda sumargleði á vallarsvæðinu við Torfnes mánudaginn 1. júní. Gleðin verður milli kl. 17-18:30 og þar verður grillað, settir upp leikir, allir fá litla Vestragjöf og önnur skemmtun verðu í boði, t.d. hoppukastali. Allir nýir iðkendur boðnir velkomnir.