Hvernig fylgja skemmtiferðaskip á Ísafirði umhverfisviðmiðum?
Þriðjudaginn 5. maí kl. 9:00 mun Sheng-Ing Wang verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin og verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.
Ritgerðin ber titilinn „Environmental compliance and practices of cruise ships in Iceland An exploratory case study – port of Ísafjörður.“ Í ritgerðinni fjallar Sheng um það hvernig skemmtiferðaskip sem heimsækja Ísafjörð fylgja umhverfisviðmiðum. Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.
Leiðbeinandi verkefnisins er dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er dr. Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi hjá Transformia.

Samspil ferðamanna og landsela
Á morgun 13:00 mun Cécile Chauvat verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin og verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.
Ritgerðin ber titilinn „Visitors in the land of seals: values, opinions and perceptions of visitors to inform management at seal watching sites in Northwestern Iceland.“ Í ritgerðinni fjallar Cécile um samspil ferðmanna og landsela á Norðvesturlandi. Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.
Leiðbeinendur verkefnisins eru dr. Jessica Fustini Aquino, lektor við Háskólann á Hólum og dr. Sandra M. Granquist, hjá Selasetri Íslands og Hafrannsóknastofnun – ransókna- og ráðgjafastofnun hafs- og vatna. Prófdómari er dr. Pat Maher, deildarforseti við Nipissing Háskóla í Ontario, Kanada og kennari við Háskólasetur Vestfjarða.
