Eftir standa tvö fyrirtæki sem hyggjast halda til streitu að sækja skaðabætur til ríkisins fyrir ólögmæta útdeilingu á makrílkvóta í tíð Jóns Bjarnasonar sem sjávarútvegsráðherra.
Indriði á Skjaldfönn afgreiðir makrílmálaferlin fyrir sitt leyti í fáum orðum, sem þó verða varla misskilin:
MARKRÍLGREIFINN.
Hanga í makríl hundar tveir,
heimsku og græðgi sanna.
Seint mun verða Sigurgeir,
sómi Eyjamanna.