Þorrablótin hófust um síðustu helgi. Þá voru blót m.a. á Patreksfirði, í Tálknafirði og Bolungavík og á Reykhólum. Í gær voru haldin blót á Þingeyri, Flateyri í Hnífsdal og hjá Oddfellows á Ísafirði.
Þrátt fyrir snjóflóðin í janúar héldu Flateyringar sínu striku og héldu sinn Stútung á þeim tíma sem til stóð. Um 280 manns mættu til að skemmta sér saman og mun það vera næst fjölmennasta blótið frá upphafi eftir því sem næst verður komist.











