Vesturverk ehf hefur í samstarfi við verkfræðistofuna Mannvit unnið kynningarmyndband sem sýnir hvernig Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum mun líta út til framtíðar. Þar má sjá að mannvirki tengd virkjuninni verða nær öll neðanjarðar, ef frá eru taldar stíflur efst á Ófeigsfjarðarheiði og aðliggjandi vegir.
Myndbandið byggir á drónamyndatökum sem fram fóru fyrir norðan í einmuna veðurblíðu í júlí 2019. Með tölvugerðum myndum má síðan sjá hvert umfang uppistöðulónanna þriggja verður, Vatnalautalóns, Eyvindarfjarðarlóns og Hvalárlóns, auk þess sem myndbandið lýsir vel hvar einstök mannvirki verða staðsett – ýmis ofanjarðar eða neðanjarðar.
Það er von VesturVerks, segir í kynningu á vefsíðu fyrirtækisins að myndbandið gefið áhugasömum góða innsýn í það hvert umfang og útlit Hvalárvirkjunar mun verða þegar fram líða stundir og stuðli þannig að upplýstri umræðu um virkjun endurnýjanlegrar orku í Ófeigsfirði á Ströndum.
https://vimeo.com/385561538