Tilboð opnuð í hafskipabryggju Bíldudal

Opnuð hafa verið tilboð í endurbyggingu og lengingu hafskipabryggju á Bíldudal.
Lægsta tilboðið var frá Hagtak ehf í Hafnarfirði en alls komu fjögur tilboð í verkið.

Tilboðin voru þessi:

Bryggjuverk, Reykjavík 199.169.000
Sjótækni ehf, Tálknafirði 179.618.916
Ísar ehf, Kópavogi 168.785.900
Áætlaður verktakakostnaður 154.119.900
Hagtak ehf, Hafnarfirði 138.404.250

Áætluð verklok eru í ágústlok 2020