Fimmta gönguhátíðin í Súðavík var sett formlega í dag. Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri í Súðavík setti hátíðina með stuttu ávarpi í upphafi fjölskyldugöngu að Lambárgili í Hestfirði. Þátttakan var mjög góð og rúmlega fimmtíu manns mættu í gönguna og er það mun meiri en áður í upphagsgöngu hátíðarinnar.
Gengið var frá Hestfjarðarbrúnni í fjarðarbotninum og inn að Lambárgili þar sem Barði Ingibjartsson frá Hesti sagði frá örnefnum, gönguleiðum, sögu og búsetu í firðinum.
Súðavíkurhrepour bauð upp á kaffi og veglegar kleinur og ástarpunga og síðan gengu þátttekendur upp í gilið til að skoða hinn einstæða Lambárgilsfoss, sem er vatnsmikill og fellur í um það bil 100 metra háu falli.


