Enn ort um virkjun á Ströndum

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum heyrði í dag af úrskomu á Ströndum og um leið var komin visa, reyndar tvær:

Víst er nú vandi á höndum,
vart þó sé hugmyndin tæk.
Úrkoma er núna á Ströndum
sem ætti að nægja í læk.

En lækinn þann verður að virkja
og veita svo rafmagni í hús.
Innviði efla og styrkja
öll nú til verkanna fús.