Fimmtudagur 24. apríl 2025

Vestri upp í 3. sætið

Auglýsing

Knattspyrnulið Vestra í 2. deild karla vann í dag lið Dalvíkur/Reynis með einu mark gegn engu. Það var framherjinn Pétur Bjarnason sem skoraði gott mark á 31. mínútu fyrir hálfleiks.

Síðari hálfleikur einkenndist af stöðubaráttu þar sem Vestri lagði áherslu á að verjast og beitti skyndisóknum.  Það tókst með ágætum þótt lið Norðlendinganna sýndi oft ágæt tilþrif. Vestramenn áttu hættuleg tækifæri einkum undir loks leiksins og hefðu getað aukið forystuna.

Eftir leiki dagsins er Vestri kominn upp í 3. sæti deildarinnar með 15 stig. Efstir eru Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði með 18 stig og Selfoss er í öðru sæti með 16 stig. Leiknar hafa verið 8 umferðir af 22.

Auglýsing

Auglýsing
Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir