VerkVest heiðrar fimm konur á Suðureyri

Verkalýðsfélag Vestfirðinga heiðraði á fyrsta maí hátíðahöldunum  fimm konur á Suðureyri fyrir farsælt ævistarf þeirra. Það voru þær Þóra Þórðardóttir, Valgerður Hallbjörnsdóttir, Ágústa Gísladóttir, Ásta Björk Friðbertsdóttir og Sigríður Pálsdóttir.

Fengu þær heiðurspening frá Verkalýðsfélaginu. Það var Lilja Rafney Magnúsdottir, alþm og fyrrverandi formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súgandi sem var fulltrúi VerkVest og afhenti heiðurspeninginn og flutti við það tækifæri ræðu og gerði grein fyrir rökstuðningi VerkVest og ævistarfi kvennanna fimm.

Lilja Rafney Magnúsdóttir sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta hafi verið siður í Súgandafirði um langt skeið, a.m.k. upp úr 1980. Eftir sameiningu stéttarfélaganna hefði þetta fallið niður en nú hefði verið ákveðið að taka upp þráðinn aftur þar sem frá var horfið.

Mikið fjölmenni var í kröfugöngunni á Suðureyri eð aum 100 manns að sögn Lilju Rfaneyjar og enn fleiri eða um 140 manns voru í Félagsheimilinu  þar sem viðurkenningin var veitt.