Alþjóðlegi safnadagurinn er í dag 18. maí 2019.

Söfn um heim allan munu fagna Alþjóðlega safnadeginum laugardaginn 18. maí og dagana í kring. Þátttaka í Alþjóðlega safnadeginum fer vaxandi meðal safna um heim allan en á síðasta ári tóku yfir 40.000 söfn þátt í atburðinum í 158 löndum.

Sýning á Ísafirði

Alþjóðlegi safnadagurinn er á morgun, 18. maí. Yfirskrift dagsins er „Söfn sem menningarmiðstöðvar: Framtíð hefðarinnar“.  Dagurinn er haldinn ár hvert af International Council of Museums (ICOM). Þátttakendur eru um 35.000 söfn í 140 löndum. Í tilefni dagsins verður boðið upp á kaffi og meðþví í Safnahúsinu en í sal Listasafns Ísafjarðar getur að líta sýningu frá Menntamálastofnun – Tíðarandi í teikningum.

Ísfirðingar – Vantar nöfn á gamlar myndir

Þá höfum við breytt sýningunni um sögu hússins á 3. hæð. Á 1. hæðinni liggja frammi möppur með gömlum ljósmyndum af einstaklingum sem okkur vantar nöfnin á. Það er því tilvalið að kíkja við, skoða myndir, lesa blöðin, skoða sýningarnar og kippa með sér bók á bókasafninu í leiðinni.