Þingflokkur sjálfstæðisflokksins heimsótti Kerecis

Þingflokkur sjálfstæðisflokksins heimsótti skrifstofu Kerecis á laugardaginn þar sem starfsmenn Kerecis tóku á móti þingflokknum. Rætt var um tækni fyrirtækisins og starfssemi. Fram koma að velta félagsins mun verða vel yfir milljarð króna í ár og að starfsmenn eru um 80 talsins og verða yfir 100 í lok ársins og eru flestir staðsettir í Bandaríkjunum og vinna að sölu- og markaðsmálum. Rætt var um stækkunaráform félagsins á Ísafirði en félagið vinnur nú að uppsetningu á tveimur nýjum vinnslulínum í Íshúsfélagshúsinu og gerir ráð fyrir að stafsmönnum á Ísafirði fjölgi um allavega 5 núna í ár.

DEILA