Neyðarkall frá skipi í Breiðafirði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipi í Breiðafirði  kl.11:39 sem hafði strandað á skeri og kominn eitthver leki um borð. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur virkjað samhæfingarmiðstöð í Skógarhlíð, einnig hafa skip og bátar frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á Snæfellsnesi verið kölluð út. Þyrla frá Landhelgisgæslunni hefur verið kölluð út og er á leið á vettvang kl. 12:05. Björgunarbátur frá slysavarnafélaginu Landsbjörg er kominn á vettvang og er að taka mannskapinn af skipinu alls 6 manns sem öllum heilsast vel. Aðstæður eru góðar á vettvangi segir í sameiginlegri tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnarfélagi Landsbjörg.

 

DEILA