Skíðamót Íslands 2019 fór fram um helgina. Það var haldið bæði á Dalvík og Ísafirði. Gönguhluti mótisins fór fram á Seljalandsdal. Skíðafélag Ísafjarðar átti nokkra keppendur sem náðu sér í nokkur verðlaun.
Á laugardag fór fram 10 km ganga kvenna. Þar varð Karen Björnlingen frá Skíðafe´lagi Akureyrar hlutskörpust. Anna María Daníelsdóttir frá ísafirði varð þriðja og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir í fimmta sæti. Anna María varð fyrst í aldursflokknum 19-20 ára og Kolfinna Íris vann í flokki 17-18 ára.
Karlarnir kepptu í 15 km göngu og þar vann Snorri Eyþór Einarsson, Ulli en Jakob Daníelsson, SFÍ varð í þriðja sæti. Jakob varð fyrstur í 17-18 ára aldursflokki og ísfirðingarnir Sigurður Arnar Hannesson og Pétur Tryggvi Pétursson urðu í fyrsta og öðru sæti í 19-20 ára aldursflokki.
Í liðaspretti gekk Ísfirðingum vel, þar urðu Albert Jónsson og Dagur Benediktsson fyrstir, Jakob og Pétur Tryggvi í þriðja sæti og Daníel og Sigurður Arnar í fjórða sæti. Í kvennaflokknum urðu Anna María og Kolfinna Íris í öðru sæti og Linda Rós og Hildiur Karen í fjórða sæti.