Skemmtikvöld Lionsklúbbs Ísafjarðar á Hlíf á morgun

Skemmtikvöld  Lionsblúbbs Ísafjarðar verður á Hlíf 22. mars nk. og hefst kl. 19.30.

Kvöldið byrjar með kaffiveitingum á hlaðborði og síðan munu félagarnir Baldur Geirmundsson og Magnús Reynir Guðmundsson skemmta með hljóðfæraleik og söng.

Að því loknu verður spilað bingó  og eru að venju margir og góðir vinningar í boði.

Hvetjum alla eldri borgara bæjarins að mæta og skemmta sér yfir góðum veitingum og skemmtun.

DEILA