Sindragata 4A: tilboð 54% undir kostnaðaráætlun

Bauhaus gerði tilboð í efniskostnað við gler, glugga og hurðir í Sindragötu 4A að upphæð 12.266.312 kr. Kostnaðaráætlun er hins vegar 26.875.000 kr. Tilboð Bauhaus er því aðeins 46% af kostnaðaráætlun.

Fjögur önnur tilboð bárust og voru þau öll langt undir kostnaðaráætlun, þótt áu væru hærri en tilboð Bauhaus.

Byko bauð 14,3 mkr., Glerborg 15,3 mkr, Gluggasmiðjan 14,3 mkr og Húsasmiðjan 13,1 milljón króna.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær að ganga til samninga við Bauhaus um kaup á gluggum og hurðum í Sindragötu 4A að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

DEILA