Ísafjarðarbær hefur keypt 85% hlut ríkisins í Eyrarvegi 8 á Flateyri fyrir 6,9 milljónir króna. Bæjarráð hefur heimilað bæjarstjóra að undirrita samninginn, en hann verður svo lagður fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Heilsugæsla Flateyrar hefur verið þar til húsa.
Bæjarráð leggur jafnframt eignin verði seld til sjálfseignarstofnunar Nemendagarða Lýðháskólans á Flateyri, fyrir að lágmarki jafnvirði kaupverðs eignarinnar.
Með þessum kaupum verða leyst að verulegu leyti húsnæðismál nemenda skólans.