Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að að taka tilboði frá Fjarskiptasjóði um 14,6 milljóna króna styrk til þess að tengja 26 styrkhæfa staði í sveitarfélaginu. Verður styrkurinn greiddur út í tveimur hlutum á þessu ári og því næsta. Til viðbótar styrk Fjarskiptasjóðs veitir Samgönguráðuneytið 10 milljón króna byggðastyrk. Heildarskotnaður er áætlaður vera 41,2 milljónir króna. Mismunurinn 16,6 milljónir króna greiðast út bæjarsjóði og með tengigjöldum.
Ekki kemur fram hvaða staði um er að ræða né hve há tengigjöld þeirra sem fá tengingu í þessu átaki munu verða.
Bæjarstjóra var falið að undirritað samning við Fjarskiptasjóð.