Einar Bragi sendur frá sér nýtt lag – Hafdísin mín

Einar Bragi skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar hefur sent frá sér nýtt lag,  lag tvö af verkefninu/plötu sem ber nafnið Landið Mitt,titlilagið er þegar komið út en nú er það lagið Hafdísin mín.

Í laginu leika Einar Scheving á trommur,  Jóhann Ásmundsson á bassa ,Jón Hilmar gítar og ísfirski píanósnillingurinn Ingvar Alfreðsson auk Einars Braga á saxófón. Hægt er að nálgast lagið á spotify.

DEILA