Litli Leikklúbburinn – félagsfundur í næstu viku

Nýtt ár, nýir tímar.

Það er komið nýtt ár og frábær tími til að vekja upp félagstarfsemi Litla Leikklúbbsins á ný.
Okkur langar því að bjóða alla núverandi og nýja félagsmenn velkomna á fyrsta félagsfund
ársins fimmtudagskvöldið 7. febrúar í Rögnvaldarsal í Edinborg. Fundurinn hefst kl. 20 og í boði verða léttar veitingar og kaffi.

Það verður margt skemmtilegt í boði fyrir þá sem vilja taka þátt í starfsemi á vorönn.
Leikklúbburinn þrífst á fjölbreyttu fólki með margvíslega hæfileika þannig að nú erum við að leita að fólki sem hefur áhuga á t.d förðun, búningagerð, hljóði, ljós- og myndfærslu, leikstjórn, handritsgerð eða öðrum skrifum, dansi, sviðmyndagerð og svo auðvitað leiklist svo fátt eitt sé nefnt.

Fundurinn sjálfur verður léttur og opinn því okkur langar að heyra ykkar hugmyndir um hvernig næsta klúbbsár getur litið út. Litli Leikklúbburinn er samstarf áhugamanna leiklistar og sköpunar og því mikilvægt fyrir okkur að fá fjölbreyttar hugmyndir frá frábæru fólki eins og þér.

Á fundinum verður hægt að skrá sig í klúbbinn og fá þá í framhaldinu sendar fréttir reglulega ásamt því að geta tekið þátt í ýmsum verkefnum á vegum klúbbsins. En við viljum samt hvetja alla til að mæta því ekki er nauðsynlegt að skrá sig formlega á þessum fundi.

Ný stjórn hefur tekið við og í henni sitja: Sunna Einarsdóttir formaður, Helga Sigríður
Hjálmarsdóttir gjaldkeri, Páll Gunnar Loftsson ritari ásamt Signýju Stefánsdóttur og Ólafi
Halldórssyni meðstjórnendum.

Við hlökkum mikið til að hitta ykkur öll í leikhúsinu sem fyrst!
Kv Stjórnin

DEILA