Drangsnes: gatnagerð og iðngarðar

Frá íbúafundinum á Drangsnesi. Mynd: Óskar Torfason.

Sveitarstjórn Drangsness er með til athugunar að leggja nýja götu í þorpinu til þess að mæta eftirspurn eftir lóðum undir heilsárshús. Nýja gatan yrði ofarlega nálægt samkomuhúsinu. Húsin við þá götu myndu standa hátt og þaða er meiri háttar útsýni yfir Steingrímsfjörðinn og til eyjarinnar Grímsey, sem er skammt undan Drangsnesi. Þetta kom fram á íbúafundinum á Drangsnesi sem haldinn var fyrir réttri viku. Finnur Ólafsson, oddviti segir að þegar liggi inn 2 umsóknir frá einstaklingum og nokkrar fyrirspurnir hafa borist til viðbótar. Hann sagðist gera ráð fyrir að um ræði að ræða 120 250 fermetra hús.

Malbikun

Í sumar verður endurnýjað slitlag á aðalgötunni. Það stóð til í fyrra en var frestað og tækifærið notað í sumar þegar sett verður endanlegt yfirlag á nýja vegin yfir Bjarnafjarðarháls.

Iðngarðar 

Þá var rætt á íbúafundinum um að reyna að koma á fót iðngörðum. Finnur sagði í samtali við Bæjarins besta að það væri þörf fyrir aðstöðu fyrir slökkviliðið og björgunarsveitina. Þá hefur verið komið á fót grásleppusafni og það þyrfti að komast í betra húsnæði og eins væri eftir spurn eftir nýsköpunaraðstöðu. Til athugunar er að koma á fót félagi um bygginguna heæst með aðkomu Byggðastofnunar.

DEILA