Andri Rúnar í landsliðið

Bolvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnson hefur verið valinn í landsliðið í knattspyrnu í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir leikinn í Þjóðadeild UEFA gegn Belgum þann 15. nóvember og vináttuleikinn gegn Katar 19. nóvember, en báðir leikirnir fara fram í Belgíu. Er hann valinn í stað Jóhanns Berg Guðmundssonar sem er meiddur. KSÍ segir frá þessu í gær.   Andri Rúnar, hefur leikið tvo A-landsleiki og skorað eitt mark.

Kemur þessi viðurkenning í framhald af góðri frammistöðu Andra Rúnars Bjarnasonar á sínu fyrsta tímabili sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann leikur með Helsingborg í Svíþjóð, sem leikur í B deildinni. Kepppnistímabilinu er nýlokið og vann Helsingborg sér sæti í úrvalsdeildinni. Andri Rúnar varð markahæstur í deildinni með 16 mörk skoruð og auk þess átti hann 6 stoðsendingar. Auk þess varð hann valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Andri Rúnar Bjarnason varð 28 ára í dag.