Afsláttur veiðgjaldsins verður 429 mkr.

Yfirlit Landssambands smábátaeigenda um lækkun veiðigjaldsins.

Afsláttur af veiðigjaldi samkvæmt nýrri tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis hækkar áætlaðan ársafslátt úr 252 milljónir króna upp í 429 milljónir króna. Hækkunin er 70% í krónum talið. Verður niðurfelling veiðigjaldsins  þá 5,9% af áætluðu veiðigjaldi ársins 2019 samkvæmt mati Landssambands smábátaeigenda, 7.286 milljónir króna. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar sendi bb.is þessar upplýsingar í dag.

Dreifing afsláttarins eftir veiðigjaldi er áætluð þannig að 38% af afslættinum eða 163 milljónir króna fara til 852 útgerða sem hver um sig greiða minna en 6 milljónir króna í veiðigjald. Tuttugu prósent af afslættinum eða 86 milljónir krona  fá 36 útgerðir sem greiða 6 – 12 milljónir króna í veiðigjald. Önnur tuttugu prósent afsláttarfjárhæðarinnar eða 84 milljónir króna fara til 35 útgerða sem greiða 12 — 24 milljónir króna í veiðigjald. Loks renna 22% af lækkun veiðigjaldsins, 96 milljónir króna, til 40 stærstu útgerða landsins sem hver um sig greiðir meira en 24 milljónir króna í veiðigjald.

DEILA