Heilsustígur fékk flest atkvæði

Betri Bolungarvík

Niðurstaða íbúakosningar í Bolungavík um verkefnið betri Bolungarvík varð sú að verkefnið Heilsustígur fékk flest atkvæði eða 45% greiddra atkvæða. þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Bolungavíkur í vikunni.

Bæjarráðið samþykkti að ráðast í verkefnið „Heilsustígur“ og bæjarstjóra var falið að útfæra
verkefnið í samræmi við fjárheimildir í fjárhagsáætlun.