Að lesa í mynstur Íslands

Laugardaginn 29. september kl. 16 opna Maria og Natalia Petschatnikov sýninguna LEARNING TO READ ICELANDIC PATTERNS í Úthverfu á Ísafirði.

Maria og Natalia hafa dvalið undanfarnar vikur í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði og er sýningin byggð á fyrstu hughrifum og rannsóknarvinnu þeirra, þessar fjórar vikur sem þær hafa dvalið á Ísafjarðarsvæðinu.

Tvíburarnir Maria og Natalia Petschatnikov eru fæddar árið 1973 í St. Pétursborg en lærðu myndlist á austurströnd Bandaríkjanna og hafa búið og starfað í Þýskalandi frá því að námi lauk. Þær vinna saman að öllum sínum verkum sem eru skilgreind á mörkum málaralistar og innsetninga. Þær taka fyrir það sem í fyrstu virðast vera hversdagslegir hlutir en með því að nýta ímyndunaraflið og skarpa hugsun ná þær að koma á óvart með hnyttnum sjónarhornum á okkar venjulega heim; þær ná að draga fram það stórkostlega í því venjulega. Maria og Natalia Petschatnikov hafa sýnt verk sín víða um Evrópu og hlotið margvíslegar alþjóðlegar viðurkenningar og styrki. Þær búa nú og starfa í Berlín.

Verið velkomin á opnun sýningarinnar á laugardaginn kl. 16:00. Léttar veitingar í boði.

Stundvíslega kl. 16:30 munu listakonurnar vera með stutta kynningu fyrir opnunargesti. Sýningin stendur til sunnudagsins 25. nóvember og er opin fimmtudaga og föstudaga kl. 16 – 18 og eftir samkomulagi.

Learning to read Icelandic patterns…
,,Iceland from the first glance strikes us with its astonishing beauty. We feel like we’ve either landed on another planet or found ourselves inside a work of art. Our visual senses are stimulated to such a heightened degree, that we are starting to doubt the actual existence of this place and our presence in it, sometimes toying with an idea, that we’ve been pasted into the marvelous landscape by virtue of Photoshop… Our one month stay in Ísafjörður was a modest attempt to understand this place. We are learning to „read“ the landscape, the people, their view on the rest of the world and on themselves. We were particularly interested in getting to know some local farmers, who were kind enough to let us glimpse into their unique world. Our discoveries are documented in forms of painterly sketches. We are inviting the viewers to step inside our “studio“ and become a part of the project, that we most certainly will develop further.‘‘

The twins Maria & Natalia Petschatnikov (*1973, St. Petersburg) work as an artist duo in the border region between painting and installation. In their work they choose to focus on seemingly insignificant phenomena that are part of our daily lives. With imagination and wit, they manage to tease out new and surprisingly profound perspectives on the everyday world; they find the extraordinary within the ordinary. Maria & Natalia Petschatnikov have exhibited their work extensively throughout Europe and were recipients of various international scholarships and grants. They live and work in Berlin. (from the catalog „Sidewalk“)

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA