Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

Gísli Halldór Halldórsson, verðandi bæjarstjóri Árborgar.

Gísli Halldór Halldórsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur verið ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hann tekur til starfa þar 1. ágúst næstkomandi en lauk störfum fyrir Ísafjarðarbæ 12. júní síðastliðinn. Áður en Gísli varð bæjarstjóri hér fyrir vestan var hann forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ frá árunum 2006-2014 en einnig hafði hann gegnt formennsku í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Auk bæjarstjórastarfsins í Árbæ sótti Gísli um sömu stöðu í Fjarðarbyggð, á Seyðisfirði, Höfn í Hornafirði og Akureyri en það er greinilegt að Suðurlandið hefur heillað, enda hefur líklega rignt jafn mikið þar og hér í sumar svo Gísli hefur sjálfsagt viljað hafa umhverfið kunnuglegt. Við óskum honum til hamingju með starfið og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.

Sæbjörg
bb@bb.is

DEILA