Allt rautt á Vestfjörðum

Allir vegir rauðir (ófærir) á Vestfjörðum með örfáum undantekningum.

Nær allir þjóðvegir á Vestfjörðum eru ófærir en moksturstæki Vegagerðarinnar eru að störfum á öllum leiðum. Búið er að moka Þröskulda og hættustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið aflýst á veginum um Súðavíkurhlíð en veginum var lokað vegna snjóflóðahættu á laugardagskvöld. Unnið er að mokstri á hlíðinni. Þá er fært milli Patreksfjarðar og Bíldudals.

Innanbæjar á Ísafirði er talsverð ófærð en starfsmennn Ísafjarðarbæjar og verktakar bæjarins hófu í gær mokstur á stofnleiðum og eru þær færar.

DEILA