Meiri kjörsókn

Kjörsókn í Norðvesturkjördæmi var 83,06 prósent sem er tæplega tveimur prósentustigum meira en kjörsókn á landsvísu. Kjörsóknin í kjördæminu jókst um tæp tvo prósentustig frá kosningnum í fyrra. Aukinn kjörsókn bendir til aukins stjórnmálaáhuga, þvert á það sem menn hafa óttast þegar eins ört er kosið eins og undanfarin ár. Áður hefur verið greint frá úrslitum í kjördæminu þar sem Miðflokkurinn vann stórsigur og hagur Samfylkingarinnar vænkaðist verulega á meðan Píratar og Sjálfstæðisflokkur fengu skell.

Halla Signý Kristjánsdóttir úr Framsóknaflokki er sjöundi og síðasti kjördæmkjörni þingmaður í Norðvesturkjördæmi en ekki munaði mjög miklu að Bjarni Jónsson, annar maður á lista Vinstri grænna, kæmist inn í hennar stað, eða 111 atkvæðum. Nokkuð langt var í að næstu menn gætu ógnað Höllu Signýju en á eftir Bjarna kemur Eva Pandora Baldursdóttir en hana vantaði 420 atkvæði til að vera kjördæmakjörin og sjálfstæðismanninn Teit Björn Einarsson vantaði 533 atkvæði.

Sigurður Páll Jónsson úr Miðflokki vantaði heil 722 atkvæði til að ná inn sem kjördæmakjörinn þingmaður en hann komst inn sem jöfnunarmaður kjördæmisins. Það má því segja að hann sé þingmaðurinn sem kjósendur í kjördæminu voru ekki endilega að biðja um.

DEILA