Ungur sekkjapípuleikari er nú staddur á Flateyri og til stendur að hann hiti upp fyrir KK í kvöld á Vagninum kl. 22:00.  Ross Jennings er hálfur skoti og hálfur íri en ólst að mestu leyti upp í Kína, hann heillaðist snemma af sekkjarpípunni og hóf að læra á hljóðfærið 14 ára gamall. Nú er pilturinn að reyna setja heimsmet í sekkjapíputónleikum og er Ísland 64. landið sem hann heimsækir til að spila. Með honum í för eru ljósmyndarar og er ferðin skjalfest og myndskreytt á heimasíðu Ross og facebook síðu.

Meðfylgjandi myndskeið er tekið í Kerlingarfjöllum í vikunni, í baksýn trónir Snækollur.

https://video-lht6-1.xx.fbcdn.net/v/t43.1792-2/20454722_1974663379489880_2766429439406374912_n.mp4?efg=eyJybHIiOjI1MjQsInJsYSI6MTAyNCwidmVuY29kZV90YWciOiJzdmVfaGQifQ%3D%3D&rl=2524&vabr=1683&oh=92ad6196b398167ca54ca987ab769cce&oe=5984B40D

Tónlistarinnar má svo njóta kl. 10:00 í kvöld áður en KK bandið stígur á stokk.

bryndis@bb.is

DEILA