Vel heppnað sumarnámskeið Vestra

Mynd af vef Vestra

Það var mikil stemming á seinna sumarnámskeiði Kkd. Vestra sem fram fór á Torfnesi í síðustu viku en fyrra námskeiðið var haldið í byrjun júlí. Námskeiðin voru ætluð krökkum á leið í 1.-4. bekk og voru hátt í 20 krakkar skráðir til leiks á seinna námskeiðið

Yngvi Páll Gunnlaugsson, yfirþjálfari, stýrði æfingum og var hann afar sáttur við frammistöðu síns fólks. Flestir í hópnum æfðu körfubolta með félaginu síðastliðinn vetur og eru nú vel undirbúnir fyrir æfingar á komandi tímabili. Yngvi grillaði fyrir krakkana í lok síðustu æfingarinnar á föstudag með dyggri aðstoð frá Rósu, starfsmanni íþróttahússins.

bryndis@bb.is

DEILA